World snow day

Þann 20. janúar verður um mest allan heim hinn svokallaði World snow day.

Tilgangurinn með þessum degi er að fá ungu kynslóðirnar í skíðabrekkurnar og kynnast vetraríþróttunum, skíði, bretti eða gönguskíði. Og ekki síður að fá þá eldri með í brekkurnar líka, það er aldrei of seint að læra á skíði eða bretti.

Á Íslandi bjóða flest öll skíðasvæðin einstaklingum sem eru 18 ára og yngri frítt í brekkurnar. Sum bjóða einnig upp á afslátt á leigu á búnaði. Og enginn ætti að láta þennan dag fram hjá sér fara þó að kunnáttan sé ekki til staðar þar sem að flest skíðasvæðin bjóða upp á skíða og brettakennslu fyrir byrjendur. Það er því um að gera að setja skíðaferð á planið hjá okkur núna um komandi helgi og kynnast þessari frábæru fjölskylduíþrótt.

Kynnið ykkur endilega nánar um World snow day hjá skíðasvæðunum.

Hægt er að lesa um upphafið hérna og tilganginn með þessu framtaki

http://www.world-snow-day.com/

Leave a Reply

Your email address will not be published.