Skíðatímabilið í hámarki og skottímabilið í undirbúningi

Smá fréttir af okkur.

Skíðatímabilið er núna í hámarki og vörur enn að koma til landsins. Í apríl verðum við með sölubás á Andrésar andar leikunum á Akureyri. Og munum vonandi kynna inn nýtt merki sem að við erum að vinna í að vera með í sölu.

En hápunktar tímabilsins eru Andrésar leikarnir á Akureyri dagana 25-27 apríl, Unglingameistaramótið í Oddsskarði 22-24 mars og Skíðamót Íslands á Ísafirði 5-7 apríl.

Fylgist með nýjungum kynntum hjá okkur á næstunni. Bæði vörur sem að vonandi koma í sölu hjá okkur núna í vetur og vörur sem að munu koma næsta vetur.

Viljum einnig benda á að Sportvík flytur inn vörur frá Liski á Ítalíu. Þeir framleiða öryggisdýnur, net og annan búnað sem að gott er að hafa á íþróttaleikvöngum, jaðarsportbrautum og skíðasvæðum. Einnig framleiða þeir búnað sem að er fyrir innanhús íþróttir.

Fyrir nánari upplýsingar um vörurnar frá Liski hafið samband við okkur.

Þó svo að skíðatímabilið sé núna í hámarki hjá okkur þá erum við samt farin að huga að komandi skot tímabili.

Fyrsta skeet mótið verður haldið að Iðavöllum í Hafnarfirði helgina 27-28 apríl og keyrt er mót aðra hverja helgi þar til að Íslandsmeistaramótið verður haldið í Þorlákshöfn helgina 27-28 júlí og Bikarmeistaramótið að Iðavöllum 7-8 september.

Einnig eru 2 alþjóðleg mót haldin SIH open og SR open og hafa verið að koma keppendur frá Norðurlöndunum og sett sterkan svip á mótin sem er staðalhöldurum til mikils sóma.

Núna í vikunni vorum að fá í hús töskur frá Negrini sem að viðskiptavinir pöntuðu. Briley kom inn í tollafgreiðslu í gær.

Demon skíðagleraugu og sólgleraugu væntanleg til landsins fljótlega og einnig vörur frá UFO Plast.

Við erum farin að huga að pöntunum í skotgleraugu og annan búnað. Mikil eftirspurn er í þrengingarnar sem að við flytjum inn frá Briley.

Endilega hafið samband ef þið hafið fyrirspurnir um verð eða vörur.

hægt er að hringja í okkur í síma 8482760 eða senda okkur tölvupóst á netfangið snjoa.m@sportvik.com

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.