Veiðisafnið á Stokkseyri

Í Veiðisafninu á Stokkseyri eru nú um 250 náttúrutengdir munir og hundruð muna sem tengjast veiðum.

Þar er hægt að sjá fjöldan allan af uppstoppuðum dýrum t.d. strútur, krókodíll, ljón ofl. Einnig er mikið safn af byssum til sýnis og þar má líta augum eina af Drífum Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík.

Heimasíðu safnsins má skoða hérna

Og grein sem að birtist á mbl.is núna 28. mars um Veiðisafnið getið þið lesið hérna hjá mbl.is

Safnið verður opið alla daga um páskana og því tilvalið að skella sér í smá bíltúr með fjölskylduna og skoða.

Þá er hægt að skella sér á Draugasetrið í leiðinni ef þið þorið.

Við hjá Sportvík óskum ykkur gleðilegra páska og eigið góða daga hvort heldur sem er á skíðasvæðum  eða á skotíþróttasvæðum landsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published.