Skíðalandsmót Íslands 2013

Núna um helgina fer fram Skíðalandsmót Íslands í brekkum Ísfirðinga.

Keppt er í skíðagöngu og alpagreinum og eru 61 keppandi skráður til leiks þar af eru nokkrir erlendir keppendur á mótinu.

Mótið hófst á fimmtudaginn með sprettgöngu þar sem að Elena Dís Víðisdóttir og Sævar Birgisson stóðu uppi sem sigurvegarar.

Mótið var svo formlega sett um kvöldið.

Á föstudeginum var keppt í svig bæði hjá konum og körlum og svo var keppt í 10 km, 7,5 km og 15 km göngu með frjálsri aðferð.

Á laugardeginum var keyrt stórsvig í alpagreinum og 10 km, 7,5 km og 15 km göngu með hefðbundinni aðferð.

Í dag sunnudag er svo samhliðasvig og boðganga.

Krýndir eru Íslandsmeistarar í hverri grein og einnig fyrir tvíkeppni.

Nánari upplýsingar um úrslit í hverri grein er hægt að sjá hérna

Framundan eru svo Andrésar andar leikarnir á Akureyri dagana 25-27 apríl og er þá skíðatímabilinu lokið þennan veturinn.

Og sömu helgi og Andrésar leikarnir eru er fyrsta STÍ mót sumarsins á Iðavöllum í Hafnarfirði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.