Skotíþróttamótin að komast á gott skrið

 

418572_10151098220828329_59099672_n

Þá er sumarið komið og sólin fer hækkandi á lofti. Og er því ekki seinna vænna að dusta vetrarrykið af byssunum og drífa sig á völlinn.

Fyrsta mótinu í SKEET er lokið og var það haldið í Hafnarfirði dagana 27. og 28. apríl.

og 9. maí hófust Sporting mótin hjá Skotreyn

Nánari upplýsingar um mót sumarsins í haglabyssugreinum má sjá á síðum Skotreynar og STÍ

Mótaskrá Skotreynar má sjá hérna

Mótaskrá STÍ í haglagreinum má sjá hérna

Mótaskrá STÍ í kúlugreinum má sjá hérna

Svo er um að gera að kynna sér hvaða innanfélagsmót eru hjá hverju félagi fyrir sig og drífa sig og vera með og hafa gaman af útiverunni og félagsskapnum.

Vonandi verður síðan skotvellir.is virk í sumar með upplýsingar um mót og námskeið. Þar er einnig hægt að finna allar upplýsingar um skotíþróttafélög á landinu og hvar þau eru staðsett.

Svo viljum við hjá Sportvík minna á að við verðum á Sporting mótinu hjá Skotreyn 20. maí næstkomandi sem styrktaraðilar að mótinu og verður fullt af flottum verðlaunum og stemmningu á vellinum. Við verðum einnig með allar okkar vörur á lager með okkur ásamt því að veita ráðgjöf um val á aukahlutum og öryggisvörum fyrir skotíþróttina og veiðina. Hlökkum til að sjá ykkur á vellinum hjá Skotreyn 20. maí sem og á skotvöllum landsins í sumar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.