Árið er senn á enda ….

og íþróttafélögin og sérsamböndin keppast við að tilnefna íþróttafólk ársins.

Búið er að tilkynna íþróttamann og konu Skotíþróttasambands Íslands en það voru þau Jórunn Harðardóttir  og Ásgeir Sigurgeirsson, bæði úr Skotfélagi Reykjavikur.

Skotíþróttakarls Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann er sem stendur 17.sæti á Evrópulistanum og í 30.sæti á Heimslistanum í Loftskammbyssu. Einnig er Ásgeir inná listunum í Frjálsri skammbyssu, í 19.sæti á Evrópulistanum og í 39.sæti á Heimslistanum.
Hann sigraði á öllum innlendum mótum sem hann tók þátt í á árinu og varð bæði Íslands-og Bikarmeistari í sínum greinum.
Ásgeir komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í janúar og hafnaði þar í 8.sæti af 61 keppanda í Loftskammbyssu. Einnig keppti hann í Frjálsri skammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Króatíu og hafnaði þar í 15.sæti. Hann varð í 2.sæti á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg.
Einnig hafnaði hann í 14.sæti í Frjálsri skammbyssu og 19.sæti í Loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í Kóreu og í 22.sæti á Heimsbikarmótinu í München í lok maí.

Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu. Hún náði silfurverðlaunum í Loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg og eins komst hún í úrslit í Loftriffli á sama móti.
Hún varð Íslandsmeistari í 60skota liggjandi riffli, Íslandsmeistari í Frjálsri skammbyssu og eins í Loftskammbyssu. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftriffli.

Skíðasamband Íslands hefur einnig tilkynnt sitt íþróttafólk en þau

Einar Kristinn og María Guðmundsdóttir stóðu sig best á árinu.

Skíðamaður ársins – Einar Kristinn Kristgeirsson

Einar Kristinn er 19 ára gamall (fæddur 1994) og keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar. Einar er í landsliði Íslands í alpagreinum.

Einar Kristinn var mjög sigursæll á árinu hérna heima fyrir og afrekaði hann eftirfarandi:

·         Íslandsmeistari í svigi í karlaflokki

·         Íslandsmeistari í stórsvigi í karlaflokki

·         Íslandsmeistari í alpatvíkeppni í karlaflokki

·         2.sæti í samhliðasvigi á Skíðamóti Íslands 2013

·         Bikarmeistari í karlaflokki

·         Íslandsmeistari í svigi í flokki 18-20 ára

·         Íslandsmeistari í stórsvigi í flokki 18-20 ára

·         Íslandsmeistari í alpatvíkeppni í flokki 18-20 ára

·         Bikarmeistari í flokki 18-20 ára

Hann tók þátt á HM fullorðinni í Schladming í Austurríki og HM unglinga í Quebec í Kanada, ásamt því að taka þátt í mörgum alþjóðlegum FIS mótum erlendis, hérna eru helstu afrek hans á mótum erlendis árið 2013:

·         HM fullorðinna – 55.sæti í stórsvigi

·         HM unglinga – 19.sæti í svigi

·         Alþjóðlegt FIS mót í Noregi – 7.sæti í svigi

Einar bætti stöðu sína á heimslista í öllum greinum talsvert:

·         Svig: Úr 420.sæti í 160.sæti.

·         Stórsvig: Úr 1755.sæti í 1215.sæti.

·         Risasvig: Úr 1644.sæti í 994.sæti.

Einar Kristinn er búinn að ná lágmörkum fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 og eins og staðan er núna er hann á leiðinni þangað.

Skíðakona ársins – María Guðmundsdóttir

María er 20 ára gömul (fædd 1993) og keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar. María er í landsliði Íslands í alpagrienum. Á Skíðamóti Íslands í apríl árið 2012 datt María illa og sleit krossbönd, liðþófa og brotnaði á hné. Hún var í endurhæfingu lengi og byrjaði ekki að keppa fyrr en í febrúar 2013. Árangur hennar á árinu er því ótrúlegur miðað við að vera ný kominn uppúr alvarlegum meiðslum.

María var sigursæl hérna heima á þessu ári:

·         Íslandsmeistari í stórsvigi í kvennaflokki

·         Íslandsmeistari í alpatvíkeppni í kvennaflokki

·         2.sæti í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2013

·         2.sæti í samhliðasvigi á Skíðamóti Íslands 2013

·         Íslandsmeistari í svigi í flokki 18-20 ára

·         Íslandsmeistari í stórsvigi í flokki 18-20 ára

·         Íslandsmeistari í alpatvíkeppni í flokki 18-20 ára

María tók þátt á HM fullorðinna í Schladming í Aursturríki og HM unglinga í Quebec í Kanada, ásamt því að taka þátt í mörgum alþjóðlegum FIS mótum erlendis, hérna eru helstu afrek hennar á mótum erlendis árið 2013:

·         HM fullorðinna – 52.sæti í svigi

·         Alþjóðlegt FIS mót í Noregi – 1.sæti í svigi

·         Alþjóðlegt FIS mót í Noregi – 2.sæti í svigi (2 sinnum)

·         Alþjóðlegt FIS mót í Noregi – 3.sæti í svigi

·         Alþjóðlegt FIS mót í Noregi – 5.sæti í svigi (4 sinnum)

María er búin að ná lágmörkum fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 og eins og staðan er núna er hún á leiðinni þangað.

Sportvík óskar þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn á árinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.